Vöktun bjargfuglastofna í kringum landið er samvinnuverkfeni náttúrustofurnar og hefur Náttúrustofa Vestfjarða meðal annars staðið fyrir vöktunina á Hælavíkurbjargi á Hornströndum.
Nú í sumar fóru tveir starfsmen Náttúrustofurnar í tveggja daga rannsóknarleiðangur á svæðið 13.-14 júli. Ferðinni var heitið að Hælavíkurbjarg en silgt var frá Ísafirði í Veiðileysufjörð, þaðan gengið í Hornvík og svo áfram á talningastaðinn. Taldar voru aðallega stuttnefjur, langvíur og álkur. Eftir stutta tjaldnótt í Hornvík var gengið tilbaka í Veiðileysufjörð og var báturinn þaðan tekinn heim til Ísafjarðar. Veðrið var með besta móti í þessum leiðangri.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is