Sölvi Sólbergssons senti okkur myndir af blikum á vötnum í Jökulfjörðunum en það vakti athygli hans að æðarfuglarnir dvöldu frekar langt frá sjó.
Æðarfuglinn [lt. Somateria mollissima] er kafönd og algengasta önd á Íslandi. Hann heldur sér nánast bara á og við sjó. Karlfuglinn nefnist bliki og kvennfuglinn kolla.
Fyrsta myndin er af blika sem var einn á vatni við Hesteyrarfirði í um 250 m yfir sjávarmáli.
Hin myndin er af blika og tveim kollumá vatni um 3-4 km ofan af Sléttu í um 200 m yfir sjárvarmáli.
Myndinar voru teknar þann 25. júni.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is