Náttúrustofa Vestfjarða sendi inn 3 umsóknir um styrki til Umhverfissjóðs sjókvíaledis í byrjun árs og var ein umsókn samþykkt en hún er ein af samtals 13 samþykktum umsóknum á þessu ári.
Verkefnið Grunnvöktun á fjöru Ísafjarðardjúps mun fá styrk að upphæð 6,4 milljónir króna.
Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir Náttúrustofuna og fiskeldið en meginmarkmið sjóðsins er að fjármagna verkefni sem stuðla að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif áf völdum sjókvíaledis.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is