Grátrana (Grus grus) sást í Kolbeinsvík á Ströndum á sunnudagsmorgun. Grátranan var nokkuð róleg en frekar rytjuleg en Guðbrandur Sverrisson kom auga á hana þar.
Grátrönur (Grus grus) eru frekar stórir fuglar, háfættir og minnir á gráhegra, en er stærri, hæð 110-120 cm og vænghaf 220-245 cm. Grátrana er grá á búkinn, með svartan og hvítan háls og haus, rauðan blett á kolli. Aðalútbreiðsla grátrönu er í N-Evrópu og N- Asíu.
Grátrönur eru sjaldséðar á Vestfjörðun eins og á Íslandi en 20 apríl 2009 sást Grátrana á Bólstað og Geirmundarstöðum í Selárdal.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is