Svartþrestir (Turdus merula) hafa verið að þvælast í Bolungarvík undanfarið. Sést hafa fuglar af báðum kynjum, en ekki er ljóst hvað fuglarnir eru margir. Einnig hefur sést karlfugl á Hanhóli í Syðridal. Svartþrestir eru hrifnir af eplum sem skorin eru í helminga og fest í tré eða runna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is